SKÁLDSAGA Á ensku

Mrs. Dalloway

Mrs. Dalloway er ein af þekktustu skáldsögum Virginiu Woolf. Sagan kom fyrst út árið 1925 og markaði viss tímamót í skáldsagnagerð. Woolf tekur meðal annars til umfjöllunar sviptingar í pólitísku landslagi þess tíma, femínisma, geðraskanir og kynhneigð.

Hér segir frá lífi ensku yfirstéttarkonunnar Clarissu Dalloway á árunum eftir fyrri heimsstyrjöld. Innri tími sögunnar er einn dagur í lífi Clarissu, þar sem hún undirbýr veislu sem á að halda um kvöldið. Frásögnin flakkar svo fram og aftur í tíma, og veitir innsýn í huga persónanna til skiptis. Clarissa hugsar aftur til æskuáranna í Bourton og veltir fyrir sér hvort hún hafi valið rétt þegar hún giftist hinum staðfasta Richard Dalloway.


HÖFUNDUR:
Virginia Woolf
ÚTGEFIÐ:
2017
BLAÐSÍÐUR:
bls. 210

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :